Kærir úrskurð um rúmlega þrjátíu daga sóttkví til Landsréttar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2022 19:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Úrskurður í máli manns sem verið hefur í sóttkví síðan 11. desember síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Héraðsdómari taldi sóttkvína standast, en lögmaður mannsins segir að til standi að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“ Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira