Fimmtug en aldrei verið í betra formi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2022 10:31 Ólafía er fyrst Íslendinga til að vinna Spartan hlaup í sínum aldursflokki. Ólafía Kvaran er fyrst Íslendinga til þess að sigra heimsmeistaramót í Spartan hlaupi sem er hindrunarhlaup á alþjóðlegum vettvangi. Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira