„Gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 22:05 Gæsluvarðhaldið varir til 26. janúar í mesta lagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík. Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira