„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 21:30 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53