Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 12:38 Sigursteinn Másson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að í yfirlýsingum fyrirtækis Hreggviðs hafi nafn síns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem sé villandi og og skaðlegt. Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða. Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór. Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór.
Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira