Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 12:10 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti landsmönnum í dag að sóttvarnarreglur yrðu óbreyttar næstu þrjár vikurnar. Vísir/Vilhelm Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. „Við framlengjum þær að tillögu sóttvarnarlæknis,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Gildandi reglugerð verður framlengd óbreytt um þrjár vikur. „Það eru mjög krítískir dagar framundan“, sagði Willum Þór einnig. Samstaða hafi verið um að fylgja tillögum sóttvarnarlæknis í einu og öllu. Ríkisstjórnin hélt reglulegan þriðjudagsfund sinn í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun þar sem til umræðu var meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi. Gildandi takmarkanir áttu að renna út á miðnætti á morgun. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra slapp við spurningaflaum fréttamanna.Vísir/Vilhelm Reglurnar eru eftirfarandi Almennar fjöldatakmarkanir eru 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt er að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er.´ Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Um eitt þúsund að greinast á degi hverjum Síðustu daga hafa um og yfir eitt þúsund manns greinst með Covid-19 á degi hverjum. 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru 10.326 nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.040 í gær. 9.732 eru nú í sóttkví, en voru 10.037 í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.Vísir/Vilhelm 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Einn lést af völdum Covid-19 í gær og var það fjórða dauðsfallið á árinu og það 42. frá upphafi faraldursins. Fjórir hafa látist vegna Covid-19 það sem af er ári, þrír á níræðisaldri og einn á sjötugsaldri. Undanfarnar vikur hefur verið tuttugu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 200 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 21 á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir 22. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
„Við framlengjum þær að tillögu sóttvarnarlæknis,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Gildandi reglugerð verður framlengd óbreytt um þrjár vikur. „Það eru mjög krítískir dagar framundan“, sagði Willum Þór einnig. Samstaða hafi verið um að fylgja tillögum sóttvarnarlæknis í einu og öllu. Ríkisstjórnin hélt reglulegan þriðjudagsfund sinn í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun þar sem til umræðu var meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi. Gildandi takmarkanir áttu að renna út á miðnætti á morgun. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra slapp við spurningaflaum fréttamanna.Vísir/Vilhelm Reglurnar eru eftirfarandi Almennar fjöldatakmarkanir eru 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt er að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er.´ Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Um eitt þúsund að greinast á degi hverjum Síðustu daga hafa um og yfir eitt þúsund manns greinst með Covid-19 á degi hverjum. 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru 10.326 nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.040 í gær. 9.732 eru nú í sóttkví, en voru 10.037 í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.Vísir/Vilhelm 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Einn lést af völdum Covid-19 í gær og var það fjórða dauðsfallið á árinu og það 42. frá upphafi faraldursins. Fjórir hafa látist vegna Covid-19 það sem af er ári, þrír á níræðisaldri og einn á sjötugsaldri. Undanfarnar vikur hefur verið tuttugu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 200 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 21 á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir 22. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. 11. janúar 2022 06:18 Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. 10. janúar 2022 18:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48
Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. 11. janúar 2022 06:18
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. 10. janúar 2022 18:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent