Spyr heilbrigðisráðherra hvers vegna Janssen-fólki sé mismunað Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 11:52 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um nýjar breytingar á reglum um sóttkví og einangrun. Beinist fyrirspurnin að því hvers vegna þær nái ekki til fólks sem fékk einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira