Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. janúar 2022 12:59 Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjallað er um kynferðisbrot? Vísir/Vilhelm Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira