Helgi Seljan frá RÚV á Stundina: „Veitir mér leyfi til að svara fyrir mig“ Eiður Þór Árnason og Jakob Bjarnar skrifa 13. janúar 2022 13:15 Helgi Seljan er ekki horfinn úr blaðamennskunni. Vísir/Vilhelm Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Helgi, sem hefur starfað á miðlinum frá árinu 2006, hefur verið í leyfi frá störfum og hyggst ekki snúa aftur. Hann tekur við sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar þann 15. febrúar. Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira