Þórólfur búinn að skila minnisblaði til Willums Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 14:46 Þórólfur sagði á fundinum í gær allt stefna í hertar aðgerðir. Hann hefur nú skilað nýju minnisblaði en vill ekkert gefa uppi, frekar en fyrri daginn, um innihald þess. Ráðherra eigi að fá að bregðast við því fyrst. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lokið við skrif nýs minnisblaðs vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Blaðinu hefur hann skilað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Hann vill ekkert gefa uppi um innihald þess að svo stöddu. Í minnisblaði Þórólfs frá 5. janúar lagði hann til við heilbrigðisráðherra óbreyttar takmarkanir í þrjár til fjórar vikur í viðbót. Þann 10. janúar skiluðu svo Alma Möller landlæknir og Þórólfur sameiginlegu minnisblaði þar sem Þórólfur sagði augljóst að þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefði verið til og nú sværu í gildi, væru í besta falli að halda COVID-19 faraldrinum í línulegum vexti en bæla hann ekki niður eins og ákjósanlegt væri. Vill koma daglegum smitum í 500 „Stjórnvöld þurfa því að íhuga alvarlega hvort ekki sé tímabært að gripið verði til hertra samfélagslegra aðgerða til að ná betri tökum á faraldrinum samhliða áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur í minnisblaðinu 10. janúar. Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 11. janúar tilkynnti Willum Þór heilbrigðisráðherra að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur. Farið hefði verið að öllu eftir tillögum í minnisblaði Þórólfs. Á upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í máli Þórólfs að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana en þeir voru 1101 í gær. Bara til að brýna stjórnvöld Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“ Það minnisblað er nú komið á borð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í minnisblaði Þórólfs frá 5. janúar lagði hann til við heilbrigðisráðherra óbreyttar takmarkanir í þrjár til fjórar vikur í viðbót. Þann 10. janúar skiluðu svo Alma Möller landlæknir og Þórólfur sameiginlegu minnisblaði þar sem Þórólfur sagði augljóst að þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefði verið til og nú sværu í gildi, væru í besta falli að halda COVID-19 faraldrinum í línulegum vexti en bæla hann ekki niður eins og ákjósanlegt væri. Vill koma daglegum smitum í 500 „Stjórnvöld þurfa því að íhuga alvarlega hvort ekki sé tímabært að gripið verði til hertra samfélagslegra aðgerða til að ná betri tökum á faraldrinum samhliða áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur í minnisblaðinu 10. janúar. Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 11. janúar tilkynnti Willum Þór heilbrigðisráðherra að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur. Farið hefði verið að öllu eftir tillögum í minnisblaði Þórólfs. Á upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í máli Þórólfs að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana en þeir voru 1101 í gær. Bara til að brýna stjórnvöld Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“ Það minnisblað er nú komið á borð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent