Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:44 Einar Hermannsson er formaður SÁÁ. VÍSIR/VILHELM Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira