Sjúkratryggingar

Fréttamynd

Sjúkra­tryggingar aug­lýsa eftir rekstrar­aðilum hjúkrunar­heimila

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Máttu rukka ís­lenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Neytendur
Fréttamynd

Á­skorun til Sjúkra­trygginga Ís­lands – hugsum í lausnum

Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Við­auki við samning SÍ og SÁÁ hluti af að­gerðum gegn ópíóðavandanum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti í dag viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknisjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. 

Innlent
Fréttamynd

„Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“

Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á heil­brigðis­ráð­herra að borga bílastæðagjöldin

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Sjúkra­tryggingar að semja við tvo heimilis­lækna

Yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Skjólstæðingur annars þeirra til margra ára segir út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem séu íbúum til boða.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara of dýrt eins og staðan er í dag“

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að bíða verði eftir því að fleiri þyngdarstjórnunarlyf komi á markað, áður en hægt verður að rýmka skilyrði fyrir greiðsluþátttöku. Sem stendur sé samfélagslegur kostnaður of mikill. Fólk hefur í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna.

Innlent
Fréttamynd

Intuens vill samning við Sjúkra­tryggingar vegna segulómrannsókna

Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórða læknaferðin endur­greidd

Síðustu mánuði hafa margar jákvæðar fréttir borist frá heilbrigðisráðuneytinu. Markvisst er unnið eftir stefnunni jafnt aðgengi, óháð efnahag og búsetu, um það ríkir samstaða í samfélaginu. Það er því fagnaðarefni að nú er verið að fjölga ferðum sem fást endurgreiddar frá Sjúkratryggingum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem sótt er utan heimabyggðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja ein­falda fólki að komast til sjúkra­þjálfara

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Heyrnar­tæki ó­heyri­lega dýr á Ís­landi

Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Lífið
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur eggjastokkamál fyrir

Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjóla­stólinn

Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið.

Innlent