Sameina þrjú verkefni í einni plötu Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 14. janúar 2022 15:26 Þríeykið kynntist í FÍH og kemur víðs vegar að, Rakel frá Akureyri, Salóme frá Ísafirði og Zaar frá Danmörku. Cameron Stewart Þrjár tónlistarkonur, Salóme Katrín, RAKEL og ZAAR, leiða saman hesta sína á nýrri splittskífu sem kemur út þann 25. febrúar næstkomandi. Ber gripurinn titilinn While We Wait og er með tveimur lögum með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman. Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar. Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar.
Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48
Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01
Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44