Derby úr öskunni í eldinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 11:01 Wayne Rooney á erfitt verkefni fyrir höndum hjá Derby County. Marc Atkins/Getty Images) Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann. Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira