Fred: Falskar fréttir úr búningsklefa Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 10:00 Cristiano Ronaldo faðmar Fred eftir leik Manchester United á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred segir ekkert til í þeim fréttum að einhver óeining sé meðal leikmanna Manchester United eins og hefur verið skrifað talsvert um í enskum miðlum að undanförnu. Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti