Talibanar: Kerfisbundin mismunun og ofbeldi í garð kvenna Heimsljós 19. janúar 2022 10:48 UNAMA/Torpekai Amarkhel Leiðtogar Talibana í Afganistan beita sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna, að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu. Sérfræðingarnir ítreka fyrri áhyggjur sínar af ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar valdaköku Talibana í ágúst á síðasta ári. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá. Að mati sérfræðinganna fela aðgerðirnar í sér refsingu kvenna og stúlkna byggða á kynbundinni hlutdrægni og skaðlegum aðferðum sem Talibanar hafa sammælst um. Meðal slíkra aðgerða er að hindra konur til að snúa aftur til fyrri starfa, krafa um að karlkyns ættingi fylgi þeim í almannarými, bann við að konur noti almenningssamgöngur, auk strangra skilyrða um klæðaburð. „Við höfum áhyggjur af áframhaldandi og kerfisbundinni útilokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og pólitísku tilliti í landinu. Þetta á enn frekar við um konur sem eru sökum kynþáttar, trúar eða tungumáls í minnihluta,“ segja sérfræðingarnir. Þar eiga þeir við Hazara, Tadsjika, Hindúa og önnur samfélög sem standa höllum fæti. Sérfræðingarnir benda enn fremur á aukna hættu á misnotkun kvenna og stúlkna, þar á meðal mansal til að þvinga konur til að ganga í hjónaband, jafnvel á barnsaldri. Jafnframt ýmiss konar kynferðislega misnotkun og þrælkun. „Auk þess að skerða verulega ferða-, tjáningar og félagsfrelsi kvenna og þátttöku þeirra í opinberum og pólitískum málefnum, eru konar sviptar vinnu og lífsviðurværi með þeim afleiðingum að þær verða fátækt að bráð,“ segja sérfræðingarnir. „Sérstaklega verða konur sem eru í forsvari fyrir heimili hart úti. Þjáningar kvenna bætast við hrikalegar aðstæður í landinu.“ Útilokun frá menntun „Ástæða er til að benda að konum er áfram meinað að njóta þeirra grunnréttinda að hafa aðgang að að framhaldsmenntun. Það er gert með því að krefjast aðskilnaðar kvenna og karla og krefja konur um sérstakan klæðaburð,“ segir í frétt UNRIC. „Í dag stöndum við frammi fyrir tilraun til að fjarlægja konur og stúlkur úr öllu opinberu lífi í Afganistan. Þar á meðal eru stofnanir og verkferli sem ætlað var að hjálpa eða vernda konur sem standa höllum fæti,“ segja sérfræðingarnir og vísa þar til lokunar kvennamálaráðuneytisins og óháðu mannréttindanefndarinnar. Þá hafa ýmsir þjónustuaðilar, kvennaathvörf og fleira lokað af ótta við ofbeldi. Þeir hvetja alþjóða samfélagið til að auka mannúðaraðstoð við afgönsku þjóðina og minna á að fjárhagsvandinn bitni harðast á viðkvæmum hópum, þar á meðal konum, börnum og minnihlutahópum. Alls standa rúmlega þrjátíu óháðir mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna að yfirlýsingunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Sérfræðingarnir ítreka fyrri áhyggjur sínar af ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar valdaköku Talibana í ágúst á síðasta ári. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá. Að mati sérfræðinganna fela aðgerðirnar í sér refsingu kvenna og stúlkna byggða á kynbundinni hlutdrægni og skaðlegum aðferðum sem Talibanar hafa sammælst um. Meðal slíkra aðgerða er að hindra konur til að snúa aftur til fyrri starfa, krafa um að karlkyns ættingi fylgi þeim í almannarými, bann við að konur noti almenningssamgöngur, auk strangra skilyrða um klæðaburð. „Við höfum áhyggjur af áframhaldandi og kerfisbundinni útilokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og pólitísku tilliti í landinu. Þetta á enn frekar við um konur sem eru sökum kynþáttar, trúar eða tungumáls í minnihluta,“ segja sérfræðingarnir. Þar eiga þeir við Hazara, Tadsjika, Hindúa og önnur samfélög sem standa höllum fæti. Sérfræðingarnir benda enn fremur á aukna hættu á misnotkun kvenna og stúlkna, þar á meðal mansal til að þvinga konur til að ganga í hjónaband, jafnvel á barnsaldri. Jafnframt ýmiss konar kynferðislega misnotkun og þrælkun. „Auk þess að skerða verulega ferða-, tjáningar og félagsfrelsi kvenna og þátttöku þeirra í opinberum og pólitískum málefnum, eru konar sviptar vinnu og lífsviðurværi með þeim afleiðingum að þær verða fátækt að bráð,“ segja sérfræðingarnir. „Sérstaklega verða konur sem eru í forsvari fyrir heimili hart úti. Þjáningar kvenna bætast við hrikalegar aðstæður í landinu.“ Útilokun frá menntun „Ástæða er til að benda að konum er áfram meinað að njóta þeirra grunnréttinda að hafa aðgang að að framhaldsmenntun. Það er gert með því að krefjast aðskilnaðar kvenna og karla og krefja konur um sérstakan klæðaburð,“ segir í frétt UNRIC. „Í dag stöndum við frammi fyrir tilraun til að fjarlægja konur og stúlkur úr öllu opinberu lífi í Afganistan. Þar á meðal eru stofnanir og verkferli sem ætlað var að hjálpa eða vernda konur sem standa höllum fæti,“ segja sérfræðingarnir og vísa þar til lokunar kvennamálaráðuneytisins og óháðu mannréttindanefndarinnar. Þá hafa ýmsir þjónustuaðilar, kvennaathvörf og fleira lokað af ótta við ofbeldi. Þeir hvetja alþjóða samfélagið til að auka mannúðaraðstoð við afgönsku þjóðina og minna á að fjárhagsvandinn bitni harðast á viðkvæmum hópum, þar á meðal konum, börnum og minnihlutahópum. Alls standa rúmlega þrjátíu óháðir mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna að yfirlýsingunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent