Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 13:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. VÍSIR/VILHELM Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi. Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi.
Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent