„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:37 Guðmundur Guðmundsson þurfti að bregðast við ótrúlegum skakkaföllum á síðastliðnum sólarhring, allt þar til að fáeinir klukkutímar voru til leiks. Getty/Sanjin Strukic „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira