Mátti ekki spila, mátti svo spila, mátti svo ekki spila en mátti loks spila Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 15:31 David Mandic á ferðinni í tapinu gegn Svartfjallalandi í MVM-höllinni í Búdapest í gær. Getty/Sanjin Strukic Segja má að sóttvarnamál séu í ólestri á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem kórónuveirusmitum fjölgar stöðugt. Það hvernig haldið er utan um sóttvarnamál hefur sennilega bitnað verst á David Mandic, hornamanni Króatíu. Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira