Erlingur lét þjálfarann spila á EM Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:31 Gerrie Eijlers var óvænt kallaður til í gær og spilaði smáhluta af leik Hollands gegn Frakklandi. Getty/Henk Seppen Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira