Lífið

Hálfleikssýning Ofurskálarinnar stórstjörnum prýdd í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Auglýsing Pepsi fyrir hálfleikssýningu Ofurskálarinnar þetta árið.
Auglýsing Pepsi fyrir hálfleikssýningu Ofurskálarinnar þetta árið. NFL.com

Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar koma fram í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar í ár. Pepsi var að gefa út auglýsingu til þess að skapa stemningu fyrir viðburðinum. 

Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL fara fram núna um helgina og verða allir sýndir á Stöð 2 sport 2.  Úrslitaleikurinn, sjálf Ofurskálin, fer svo fram þann 13. febrúar næstkomandi. Hálfleikssýningin er alltaf mikið sjónarspil og bíða því margir áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum. 

Sýningin í ár verður einstaklega áhugaverð því Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu öll koma fram. Samkvæmt síðunni NFL.com eiga þau samtals 43 Grammy verðlaun og hafa gefið út 22 plötur sem hafa náð fyrsta sæti Billboard listans.

Í auglýsingunni „The Call“ má meðal annars heyra brot úr lögum eins og Rap God, The Next Episode, Family Affair, Humble, Still D.R.E. og California Love. Auglýsingin er tæpar fjórar mínútur að lengd og má horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.