Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 29-27 | Eyjakonur höfðu betur í ótrúlegum leik Einar Kárason skrifar 22. janúar 2022 15:15 Sunna skoraði níu mörk fyrir ÍBV. vísir/vilhelm ÍBV vann tveggja marka sigur, 29-27, er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var bráðskemmtilegur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Rauðklæddar Haukastúlkur hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins en ÍBV kom boltanum ekki í netið fyrr en eftir rúmar átta mínútur. Eftir rúmar tíu mínútur var staðan 8-1 og útlitið svart fyrir heimaliðið. ÍBV á heimavelli er þó alltaf ÍBV á heimavelli og lögðu þær ekki árar í bát heldur hófu að saxa á forskot Hauka. Þær gerðu sig aftur gildandi í leiknum með því að minnka muninn í 8-4 og spilamennska liðsins fór batnandi með hverri mínútunni. Í stöðunni 10-6 tók við góður kafli hjá Eyjakonum en þær skoruðu sex mörk gegn tveimur mörkum Hafnfirðinga og staðan jöfn í leikhléi, 12-12. Heimaliðið komst yfir í fyrsta skipti í leiknum snemma í fyrri hálfleik en þá tóku Haukastúlkur öll völd og náðu fimm marka forustu, 21-16. Það virtist ekki hafa nein áhrif á lið ÍBV þar sem uppskriftin að endurkomu var til staðar. ÍBV skoraði sjö mörk gegn einu og því komnar yfir á nýjan leik á hreint ótrúlegan hátt. Haukar skoruðu næsta mark og jöfnuðu leikinn, 23-23, en Eyjakonur settu þá í fluggír og náðu fjögurra marka forskoti og því komið að þeim rauðklæddu að elta. Því miður fyrir Hauka voru einungis rúmar þrjár mínútur eftir af leiknum og þrátt fyrir mikla baráttu undir lokin náðu þær ekki að minnka muninn í nema tvö mörk. Lokatölur í frábærum leik, 29-27. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið bognaði en brotnaði ekki, lagði ekki árar í bát, spíttu í lófana, sýndu karakter. Allar klisjunar saman í eitt. Eftir ömurlega byrjun stigu lykilmenn upp og vörnin tók við sér. Markvarslan í síðari hálfleik á einnig stóran þátt í því að stigin tvö urðu eftir í Vestmannaeyjum. Hverjar stóðu upp úr? Sunna Jónsdóttir átti mjög góðan leik í liði ÍBV í dag og skoraði níu mörk. Hún byrjaði ekki vel, eins og allt Eyjaliðið, en spilaði frábærlega í bæði vörn og sókn eftir það. Erla Rós Sigmarsdóttir kom í markið í síðari hálfleiknum og varði sjö af þeim tólf skotum sem hún fékk á sig, 58% hlutfall. Í liði Hauka var Sara Odden atkvæðamest með níu mörk úr nítján skotum og spilaði stórt hlutverk í sóknarleik gestanna. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu arfaslaka kafla í þessum leik. Mikið óðagot var á gestunum í síðari hálfleik og Erla Rós sá oftar en ekki, bókstaflega, við tilraunum þeirra að marki. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í Mosfellsbæinn á miðvikudaginn næstkomandi þar sem þær eiga leik gegn Aftureldingu. Haukastúlkur eiga hinsvegar heimaleik gegn nágrönnum sínum í Stjörnunni um næstu helgi. Sigurður B: Þigg alltaf tvö stig Sigurður Bragason.Vísir/Vilhelm Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Þetta var rosa leikur, maður. Það voru fáránlegar sveiflur í þessum leik. Við missum þetta alveg frá okkur í byrjun en ég er ánægður með karakterinn. Staðan var orðin 8-1, eftir rúmar tíu mínútur. Ég hrósa mínum stelpum fyrir að brotna ekki. Þetta voru hörmulegar sóknir hjá okkur í byrjun. Við vorum yfirspennt, öll." Annar vondur kafli Haukar náðu fimm marka forskoti eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. ,,Við tökum þá leikhlé, eins og í fyrri hálfleik. Við vorum að keyra á þær þegar þær voru komnar til baka og við erum að taka ömurleg skot og reyna að þræða boltann inn á línu. Ég var aldrei stressaður enda nóg eftir. Mér fannst við vera að gera góða hluti." ,,Vendipunkturinn er þegar Erla (Rós Sigmarsdóttir) kemur inn á. Hún var frábær. Maður leiksins að mínu mati. Hún varði ótrúlega og silgdi þessu heim fyrir okkur." ,,Sunna er líka alveg geggjuð. Þetta er stálkelling. Ég má segja það, hún fílar það. Hún er mikill leiðtogi en var, eins og aðrar, léleg í byrjun en steig svo upp og var rosaleg í vörninni. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim öllum. Ég þigg alltaf tvö stig, sagði Sigurður. Gunnar G: Gerum mikið af mistökum Gunnar Gunnarsson.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var ótrúlega sveiflukenndur leikur," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. ,,Við byrjum leikinn frábærlega og komumst í 8-1 og náum aftur fimm marka forustu í seinni hálfleik. Það er ótrúlega súrt að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum." ,,Þetta var örugglega skemmtilegur leikur á að horfa. Mikill hraði og sveiflur. Leikmenn áræðnir og ég er hrikalega ánægður með margt í okkar leik. Að sama skapi þegar við erum komin með þessa forustu fannst mér við vera full fljót á okkur með að reyna að troða bolta inn á línu. Gerum mikið af mistökum." ,,Þetta var fram og til baka. Liðunum gekk illa að halda forustunni, nema ÍBV hérna í lokin. Við vorum ekki nægilega klók til að halda forustunni. Það voru kaflar þar sem við áttum að gera miklu, miklu betur." Olís-deild kvenna ÍBV Haukar
ÍBV vann tveggja marka sigur, 29-27, er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var bráðskemmtilegur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Rauðklæddar Haukastúlkur hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins en ÍBV kom boltanum ekki í netið fyrr en eftir rúmar átta mínútur. Eftir rúmar tíu mínútur var staðan 8-1 og útlitið svart fyrir heimaliðið. ÍBV á heimavelli er þó alltaf ÍBV á heimavelli og lögðu þær ekki árar í bát heldur hófu að saxa á forskot Hauka. Þær gerðu sig aftur gildandi í leiknum með því að minnka muninn í 8-4 og spilamennska liðsins fór batnandi með hverri mínútunni. Í stöðunni 10-6 tók við góður kafli hjá Eyjakonum en þær skoruðu sex mörk gegn tveimur mörkum Hafnfirðinga og staðan jöfn í leikhléi, 12-12. Heimaliðið komst yfir í fyrsta skipti í leiknum snemma í fyrri hálfleik en þá tóku Haukastúlkur öll völd og náðu fimm marka forustu, 21-16. Það virtist ekki hafa nein áhrif á lið ÍBV þar sem uppskriftin að endurkomu var til staðar. ÍBV skoraði sjö mörk gegn einu og því komnar yfir á nýjan leik á hreint ótrúlegan hátt. Haukar skoruðu næsta mark og jöfnuðu leikinn, 23-23, en Eyjakonur settu þá í fluggír og náðu fjögurra marka forskoti og því komið að þeim rauðklæddu að elta. Því miður fyrir Hauka voru einungis rúmar þrjár mínútur eftir af leiknum og þrátt fyrir mikla baráttu undir lokin náðu þær ekki að minnka muninn í nema tvö mörk. Lokatölur í frábærum leik, 29-27. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið bognaði en brotnaði ekki, lagði ekki árar í bát, spíttu í lófana, sýndu karakter. Allar klisjunar saman í eitt. Eftir ömurlega byrjun stigu lykilmenn upp og vörnin tók við sér. Markvarslan í síðari hálfleik á einnig stóran þátt í því að stigin tvö urðu eftir í Vestmannaeyjum. Hverjar stóðu upp úr? Sunna Jónsdóttir átti mjög góðan leik í liði ÍBV í dag og skoraði níu mörk. Hún byrjaði ekki vel, eins og allt Eyjaliðið, en spilaði frábærlega í bæði vörn og sókn eftir það. Erla Rós Sigmarsdóttir kom í markið í síðari hálfleiknum og varði sjö af þeim tólf skotum sem hún fékk á sig, 58% hlutfall. Í liði Hauka var Sara Odden atkvæðamest með níu mörk úr nítján skotum og spilaði stórt hlutverk í sóknarleik gestanna. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu arfaslaka kafla í þessum leik. Mikið óðagot var á gestunum í síðari hálfleik og Erla Rós sá oftar en ekki, bókstaflega, við tilraunum þeirra að marki. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í Mosfellsbæinn á miðvikudaginn næstkomandi þar sem þær eiga leik gegn Aftureldingu. Haukastúlkur eiga hinsvegar heimaleik gegn nágrönnum sínum í Stjörnunni um næstu helgi. Sigurður B: Þigg alltaf tvö stig Sigurður Bragason.Vísir/Vilhelm Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Þetta var rosa leikur, maður. Það voru fáránlegar sveiflur í þessum leik. Við missum þetta alveg frá okkur í byrjun en ég er ánægður með karakterinn. Staðan var orðin 8-1, eftir rúmar tíu mínútur. Ég hrósa mínum stelpum fyrir að brotna ekki. Þetta voru hörmulegar sóknir hjá okkur í byrjun. Við vorum yfirspennt, öll." Annar vondur kafli Haukar náðu fimm marka forskoti eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. ,,Við tökum þá leikhlé, eins og í fyrri hálfleik. Við vorum að keyra á þær þegar þær voru komnar til baka og við erum að taka ömurleg skot og reyna að þræða boltann inn á línu. Ég var aldrei stressaður enda nóg eftir. Mér fannst við vera að gera góða hluti." ,,Vendipunkturinn er þegar Erla (Rós Sigmarsdóttir) kemur inn á. Hún var frábær. Maður leiksins að mínu mati. Hún varði ótrúlega og silgdi þessu heim fyrir okkur." ,,Sunna er líka alveg geggjuð. Þetta er stálkelling. Ég má segja það, hún fílar það. Hún er mikill leiðtogi en var, eins og aðrar, léleg í byrjun en steig svo upp og var rosaleg í vörninni. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim öllum. Ég þigg alltaf tvö stig, sagði Sigurður. Gunnar G: Gerum mikið af mistökum Gunnar Gunnarsson.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var ótrúlega sveiflukenndur leikur," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. ,,Við byrjum leikinn frábærlega og komumst í 8-1 og náum aftur fimm marka forustu í seinni hálfleik. Það er ótrúlega súrt að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum." ,,Þetta var örugglega skemmtilegur leikur á að horfa. Mikill hraði og sveiflur. Leikmenn áræðnir og ég er hrikalega ánægður með margt í okkar leik. Að sama skapi þegar við erum komin með þessa forustu fannst mér við vera full fljót á okkur með að reyna að troða bolta inn á línu. Gerum mikið af mistökum." ,,Þetta var fram og til baka. Liðunum gekk illa að halda forustunni, nema ÍBV hérna í lokin. Við vorum ekki nægilega klók til að halda forustunni. Það voru kaflar þar sem við áttum að gera miklu, miklu betur."
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti