Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 13:35 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira