Telur könnun ASÍ og BSRB um aðstæður launafólks gagnslausa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 16:01 Prófessir í tölfræði gagnrýnir könnun sem sögð var sýna fram á bága stöðu launafólks. Vísir/Vilhelm Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, telur að nýleg könnun á meðal félagsmanna ASÍ og BSRB sé ómarktæk. Gögnin sem urðu til og niðurstöðurnar séu gagnslausar. Greint var frá niðurstöðu könnunar ASÍ og BSRB á dögunum þar sem fram kom að andlegri líðan launafólks hafi hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess sé nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hafi þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Í grein sem Helgi birti á vef Innherja fettir hann fingur út í aðferðarfræðina sem beitt var við úrvinnslu könnunnarinnar. Gerir hann meðal annars athugasemd við það að níu þúsund af um 150 þúsund félagsmönnum félaganna hafi séð ástæðu til að svara könnuninni. „Helsta niðurstaða könnunarinnar er að yfir 90 prósent félagsmanna töldu hana ekki svara verða. Það ætti að vera aðstandendum hennar áhyggjuefni,“ skrifar Helgi. Þá gerir hann einnig athugasemd við það að niðurstöður könnunarinnar byggi ekki á slembiúrtaki sem sé forsenda þess að mark sé á henni takandi, heldur sjálfvali einstaklinga sem tóku þátt. Í umræddri skýrslu er viðleitni til þess að draga úr hinu bjagaða úrtaki með því að vega svörin ójafnt, það er leiðrétt er fyrir því að kynjahlutfall í svarendahópi er frábrugðið hópnum sem álykta á um. Það er þó illmögulegt að leiðrétta fyrir því að fólk með ákveðnar skoðanir getur verið líklegra til að svara svona könnunum. Gögnin eru því gagnslaus og niðurstöður einnig, skrifar Helgi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði að niðurstöður könnunnarinnar myndu vera innleg í kjaraviðræður, niðurstaða hennar benti til þess að stór hluti af næstu kjarasamningum myndu vera heilbrigðismál og húsnæðismál. Helgi segir hins vegar að könnunin sé villandi, auðvelt sé að sýna fram á svokallaðan valbjaga, það er að svarendur hafi aðra eiginleika en þeir sem ekki svöruðu. „Ályktanir um breytingu á einhverjum stærðum milli tveggja svona kannana eru algerlega fráleitar. Villandi kannanir á borð við þessa eru því miður allt of algengar,“ skrifar Helgi. Kjaramál Vinnumarkaður Vísindi Tengdar fréttir Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað. 22. janúar 2022 10:01 Neita sér um að fara til tannlæknis Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 19. janúar 2022 21:00 Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01 Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01 Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. 20. janúar 2022 14:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Greint var frá niðurstöðu könnunar ASÍ og BSRB á dögunum þar sem fram kom að andlegri líðan launafólks hafi hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess sé nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hafi þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Í grein sem Helgi birti á vef Innherja fettir hann fingur út í aðferðarfræðina sem beitt var við úrvinnslu könnunnarinnar. Gerir hann meðal annars athugasemd við það að níu þúsund af um 150 þúsund félagsmönnum félaganna hafi séð ástæðu til að svara könnuninni. „Helsta niðurstaða könnunarinnar er að yfir 90 prósent félagsmanna töldu hana ekki svara verða. Það ætti að vera aðstandendum hennar áhyggjuefni,“ skrifar Helgi. Þá gerir hann einnig athugasemd við það að niðurstöður könnunarinnar byggi ekki á slembiúrtaki sem sé forsenda þess að mark sé á henni takandi, heldur sjálfvali einstaklinga sem tóku þátt. Í umræddri skýrslu er viðleitni til þess að draga úr hinu bjagaða úrtaki með því að vega svörin ójafnt, það er leiðrétt er fyrir því að kynjahlutfall í svarendahópi er frábrugðið hópnum sem álykta á um. Það er þó illmögulegt að leiðrétta fyrir því að fólk með ákveðnar skoðanir getur verið líklegra til að svara svona könnunum. Gögnin eru því gagnslaus og niðurstöður einnig, skrifar Helgi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði að niðurstöður könnunnarinnar myndu vera innleg í kjaraviðræður, niðurstaða hennar benti til þess að stór hluti af næstu kjarasamningum myndu vera heilbrigðismál og húsnæðismál. Helgi segir hins vegar að könnunin sé villandi, auðvelt sé að sýna fram á svokallaðan valbjaga, það er að svarendur hafi aðra eiginleika en þeir sem ekki svöruðu. „Ályktanir um breytingu á einhverjum stærðum milli tveggja svona kannana eru algerlega fráleitar. Villandi kannanir á borð við þessa eru því miður allt of algengar,“ skrifar Helgi.
Kjaramál Vinnumarkaður Vísindi Tengdar fréttir Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað. 22. janúar 2022 10:01 Neita sér um að fara til tannlæknis Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 19. janúar 2022 21:00 Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01 Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01 Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. 20. janúar 2022 14:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað. 22. janúar 2022 10:01
Neita sér um að fara til tannlæknis Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 19. janúar 2022 21:00
Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01
Djúpstæður vandi láglaunafólks Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. 20. janúar 2022 08:01
Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. 20. janúar 2022 14:31