Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:31 Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Króatíu á stórmótum en allir hafa trú á sigri í dag eftir sigurinn magnaða gegn Frakklandi á laugardaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Ómar Ingi Magnússon eftir átta marka sigurinn gegn Frökkum á laugardaginn. Hárrétt. Við sem spilum ekki leikina getum hins vegar verið áfram í skýjunum, í draumalandinu sem Ómar og félagar hafa búið til fyrir okkur, og leyft okkur að fabúlera um það hvaða þýðingu sigurinn stóri á Ólympíumeisturunum hefur. Fjórum sigrum frá fyrsta titlinum Staðan er núna þannig að ef Ísland vinnur næstu fjóra leiki verður liðið Evrópumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Vinni liðið næstu þrjá leiki kemst það í úrslitaleik EM í fyrsta sinn. Vinni Ísland næstu tvo leiki kemst liðið í undanúrslit EM í þriðja sinn í sögunni (Ísland endaði í 4. sæti 2002 og vann brons árið 2010). Einn tilgangur þessarar greinar er svo að benda á að mögulegt er að með því að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem Ísland á eftir í milliriðli, gegn Króatíu í dag eða Svartfjallalandi á miðvikudag, komist liðið í undanúrslit. Sex stig dugðu Slóveníu síðast Í þessu sambandi má til dæmis nefna að Slóvenía komst í undanúrslit á síðasta EM, með því að fá 6 stig í milliriðli. Ísland er einum sigri frá þeim stigafjölda. Þegar tvær umferðir eru eftir af milliriðlakeppninni er Danmörk efst í okkar riðli með 6 stig, Frakkland og Ísland eru með 4 stig, Holland og Svartfjallaland með 2 stig, en Króatía er án stiga og á ekki lengur von um að komast í undanúrslit. Aðeins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit, þar sem liðið í 1. sæti mætir liðinu í 2. sæti úr hinum milliriðlinum, og öfugt. Staðan í milliriðli 1 á EM, eftir þrjár umferðir af fimm. Ísland á eftir leiki við Króatíu og Svartfjallaland. Ísland er öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti með því að vinna síðustu tvo leikina sína, því Danmörk og Frakkland eiga eftir að mætast á miðvikudagskvöld. Ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda jöfn að stigum yrði Ísland aldrei neðst þeirra, þar sem liðið vann Frakka með átta marka mun en tapaði aðeins með fjórum gegn Dönum. Það er nefnilega þannig að ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum þá ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra í riðlinum. Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Tap í dag útilokar ekki verðlaun Ef Ísland tapar gegn Króatíu í dag er enn möguleiki á að komast í undanúrslit með því að vinna Svartfjallaland, ef Frakkland tapar annað hvort gegn Svartfjallalandi eða Danmörku (fleiri, langsóttari möguleikar eru í stöðunni). Ef Ísland vinnur hins vegar Króatíu, sem aldrei hefur tekist þrátt fyrir sjö tilraunir á stórmótum, er útlitið orðið afar bjart. Sigur gegn Svartfjallalandi myndi þá skila liðinu í undanúrslit, og til vara væri hægt að vonast eftir því að Frakkland vinni Svartfjallaland í dag og tapi svo gegn Danmörku. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02 Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
„Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Ómar Ingi Magnússon eftir átta marka sigurinn gegn Frökkum á laugardaginn. Hárrétt. Við sem spilum ekki leikina getum hins vegar verið áfram í skýjunum, í draumalandinu sem Ómar og félagar hafa búið til fyrir okkur, og leyft okkur að fabúlera um það hvaða þýðingu sigurinn stóri á Ólympíumeisturunum hefur. Fjórum sigrum frá fyrsta titlinum Staðan er núna þannig að ef Ísland vinnur næstu fjóra leiki verður liðið Evrópumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Vinni liðið næstu þrjá leiki kemst það í úrslitaleik EM í fyrsta sinn. Vinni Ísland næstu tvo leiki kemst liðið í undanúrslit EM í þriðja sinn í sögunni (Ísland endaði í 4. sæti 2002 og vann brons árið 2010). Einn tilgangur þessarar greinar er svo að benda á að mögulegt er að með því að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem Ísland á eftir í milliriðli, gegn Króatíu í dag eða Svartfjallalandi á miðvikudag, komist liðið í undanúrslit. Sex stig dugðu Slóveníu síðast Í þessu sambandi má til dæmis nefna að Slóvenía komst í undanúrslit á síðasta EM, með því að fá 6 stig í milliriðli. Ísland er einum sigri frá þeim stigafjölda. Þegar tvær umferðir eru eftir af milliriðlakeppninni er Danmörk efst í okkar riðli með 6 stig, Frakkland og Ísland eru með 4 stig, Holland og Svartfjallaland með 2 stig, en Króatía er án stiga og á ekki lengur von um að komast í undanúrslit. Aðeins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit, þar sem liðið í 1. sæti mætir liðinu í 2. sæti úr hinum milliriðlinum, og öfugt. Staðan í milliriðli 1 á EM, eftir þrjár umferðir af fimm. Ísland á eftir leiki við Króatíu og Svartfjallaland. Ísland er öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti með því að vinna síðustu tvo leikina sína, því Danmörk og Frakkland eiga eftir að mætast á miðvikudagskvöld. Ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda jöfn að stigum yrði Ísland aldrei neðst þeirra, þar sem liðið vann Frakka með átta marka mun en tapaði aðeins með fjórum gegn Dönum. Það er nefnilega þannig að ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum þá ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra í riðlinum. Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Tap í dag útilokar ekki verðlaun Ef Ísland tapar gegn Króatíu í dag er enn möguleiki á að komast í undanúrslit með því að vinna Svartfjallaland, ef Frakkland tapar annað hvort gegn Svartfjallalandi eða Danmörku (fleiri, langsóttari möguleikar eru í stöðunni). Ef Ísland vinnur hins vegar Króatíu, sem aldrei hefur tekist þrátt fyrir sjö tilraunir á stórmótum, er útlitið orðið afar bjart. Sigur gegn Svartfjallalandi myndi þá skila liðinu í undanúrslit, og til vara væri hægt að vonast eftir því að Frakkland vinni Svartfjallaland í dag og tapi svo gegn Danmörku.
Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02 Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04
Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46
Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02
Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46