„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“ Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 12:57 Inga Þyri er orðin 78 ára gömul og hún er sannarlega ekki að stressa sig á látunum sem hafa orðið vegna auglýsingar sem hún lék í. Inga Þyri er orðin eftirsótt í auglýsingar og kvikmyndir, sem hún segir óvæntan feril á efri árum. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni. Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu. Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira