Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2022 14:19 Vísir/Vilhelm Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. Mikið hefur verið fjallað um nýja stólalyftu sem nær í um eitt þúsund metra hæð upp í fjallið. Upphaflega átti hún að vera tilbúin árið 2018 en tafir við framkvæmdir, Covid-19 og óhagstætt veður hefur gert það að verkum að enn á eftir að vígja hana. Skíðaiðkendur bundu því margir hverjir vonir við að lyftan kæmist í gagnið þegar skíðavertíðin hæfist nú í vetur. Greint var hins vegar frá því fyrr í vetur að einhverjar tafir myndu verða á opnuninni þar sem sterkir vindar í fjallinu hafi valdið skemmdum á stólunum í lyftunni. Svona var staðan á lyftunni í desember 2019.Vísir/Tryggvi Nú er hins vegar búið að styrkja stólana þannig að þeir ættu að þola veður og vind í fjallinu. Staðan er nú þannig að búið er að fela Brynjari Helga Ásgeirssyni, forstöðumanns Hlíðarfjalls, að undirbúa opnun lyftunnar um miðjan febrúar. „Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs en sveitarfélagið á og rekur skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nýja stólalyftu sem nær í um eitt þúsund metra hæð upp í fjallið. Upphaflega átti hún að vera tilbúin árið 2018 en tafir við framkvæmdir, Covid-19 og óhagstætt veður hefur gert það að verkum að enn á eftir að vígja hana. Skíðaiðkendur bundu því margir hverjir vonir við að lyftan kæmist í gagnið þegar skíðavertíðin hæfist nú í vetur. Greint var hins vegar frá því fyrr í vetur að einhverjar tafir myndu verða á opnuninni þar sem sterkir vindar í fjallinu hafi valdið skemmdum á stólunum í lyftunni. Svona var staðan á lyftunni í desember 2019.Vísir/Tryggvi Nú er hins vegar búið að styrkja stólana þannig að þeir ættu að þola veður og vind í fjallinu. Staðan er nú þannig að búið er að fela Brynjari Helga Ásgeirssyni, forstöðumanns Hlíðarfjalls, að undirbúa opnun lyftunnar um miðjan febrúar. „Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs en sveitarfélagið á og rekur skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39
Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01
Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30