Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:12 Alma Möller landlæknir vissi ekkert af málinu að sögn aðstoðarmanns hennar. Vísir/Vilhelm Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Einar Hermannsson sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ eftir að Stundin greindi frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Í dag birti Stundin skjáskot af samskiptum Einars við konuna þar sem sést að hann keypti vændi af henni en konan er sjálf meðal skjólstæðinga samtakanna. Vissu ekki af málinu Í umfjöllun Stundarinnar segir að Embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020. Er haft eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni að hann hafi haft samband við embættið. Hann segist í samtali við Stundina hafa fengið þar góð svör um í hvaða farveg málið færi, hvaða ferli færi í gang hjá embættinu. „Stuttu seinna hætti skjólstæðingur minn við að kæra viðkomandi mann þannig að ég fór ekki lengra með málið hjá landlækni,“ segir heilbrigðisstarfsmaðurinn í samtali við Stundina. Málið hafi því aldrei verið tilkynnt með formlegum hætti þótt leitað hafi verið til embættisins. Embætti landlæknis kannast ekki við málið. „Nei, landlæknir og embætti landlæknis kannast ekki við að hafa fengið neinar upplýsingar um málið, hvorki með formlegum né óformlegum hætti. Embættið frétti af málinu í gær. Embætti landlæknis lýsir furðu sinni á að vera dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Embættið hefur gert athugasemd við Stundina og krafið hana um frekari upplýsingar,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis, við fyrirspurn fréttastofu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður Landlæknis.Vísir/Vilhelm Fréttastofa spurðist einnig fyrir um það hvaða valdheimildir embættið hefði til þess að bregðast við svona tilkynningum. „Hér er mikilvægt að hafa í huga lögbundið hlutverk embættis landlæknis, það er, að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandanna (SÁÁ) er ekki heilbrigðisstofnun. Hins vegar er Vogur, sjúkrahús SÁÁ, heilbrigðisstofnun. Embættið hefur hvorki umboð né hlutverk til að skoða starfsemi eða stjórnendur samtaka eða stofnana sem ekki falla undir eftirlitsskyldu þess,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Fjölmiðlar Mál Einars Hermannssonar Vændi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Einar Hermannsson sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ eftir að Stundin greindi frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Í dag birti Stundin skjáskot af samskiptum Einars við konuna þar sem sést að hann keypti vændi af henni en konan er sjálf meðal skjólstæðinga samtakanna. Vissu ekki af málinu Í umfjöllun Stundarinnar segir að Embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020. Er haft eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni að hann hafi haft samband við embættið. Hann segist í samtali við Stundina hafa fengið þar góð svör um í hvaða farveg málið færi, hvaða ferli færi í gang hjá embættinu. „Stuttu seinna hætti skjólstæðingur minn við að kæra viðkomandi mann þannig að ég fór ekki lengra með málið hjá landlækni,“ segir heilbrigðisstarfsmaðurinn í samtali við Stundina. Málið hafi því aldrei verið tilkynnt með formlegum hætti þótt leitað hafi verið til embættisins. Embætti landlæknis kannast ekki við málið. „Nei, landlæknir og embætti landlæknis kannast ekki við að hafa fengið neinar upplýsingar um málið, hvorki með formlegum né óformlegum hætti. Embættið frétti af málinu í gær. Embætti landlæknis lýsir furðu sinni á að vera dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Embættið hefur gert athugasemd við Stundina og krafið hana um frekari upplýsingar,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis, við fyrirspurn fréttastofu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður Landlæknis.Vísir/Vilhelm Fréttastofa spurðist einnig fyrir um það hvaða valdheimildir embættið hefði til þess að bregðast við svona tilkynningum. „Hér er mikilvægt að hafa í huga lögbundið hlutverk embættis landlæknis, það er, að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandanna (SÁÁ) er ekki heilbrigðisstofnun. Hins vegar er Vogur, sjúkrahús SÁÁ, heilbrigðisstofnun. Embættið hefur hvorki umboð né hlutverk til að skoða starfsemi eða stjórnendur samtaka eða stofnana sem ekki falla undir eftirlitsskyldu þess,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Fjölmiðlar Mál Einars Hermannssonar Vændi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57