Margrét sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 18:08 Margrét Bjarnadóttir sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Mynd/Facebook Margrét Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fer fram þann fimmta mars næstkomandi. Margrét greinir frá framboðinu á Facebook síðu sinni. Margrét er þrjátíu ára gömul og býr í Sjálandshverfinu ásamt kærasta og syni þeirra en sjálf er hún dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Margrét segist hvergi annars staðar vilja vera heldur en í Garðabæ þar sem hún ólst upp. „Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsynlegt að hafa ungt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins sem hefur fjölbreytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ segir Margrét í færslunni. Hún segist munu leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar og leikskólamál en sjálf er hún móðir barns í leikskóla. „Það eykur lífsgæði fjölskyldna í Garðabæ að hér séu reknir góðir leikskólar og að öll börn hafi tækifæri til að þroska hæfileika sína í félagsstarfi í bænum,“ segir Margrét og bendir sömuleiðis á að mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs verði seint ofmetið. Þá eru húsnæðismál einnig ofarlega í hennar huga en hún segir mikilvægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garðabæ. „Fjölbreyttar lausnir sem mæta ólíkum þörfum kynslóðanna en ekki síst laða að unga framtíðar Garðbæinga eru lykilatriði. Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitarfélag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum,“ segir Margrét „Mig langar til þess að gera Garðabæ að enn betra sveitarfélagi fyrir fjölskyldufólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjarfulltrúa í Garðabæ. Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til þess að grípa,“ segir hún enn fremur. Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Margrét er þrjátíu ára gömul og býr í Sjálandshverfinu ásamt kærasta og syni þeirra en sjálf er hún dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Margrét segist hvergi annars staðar vilja vera heldur en í Garðabæ þar sem hún ólst upp. „Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsynlegt að hafa ungt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins sem hefur fjölbreytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ segir Margrét í færslunni. Hún segist munu leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar og leikskólamál en sjálf er hún móðir barns í leikskóla. „Það eykur lífsgæði fjölskyldna í Garðabæ að hér séu reknir góðir leikskólar og að öll börn hafi tækifæri til að þroska hæfileika sína í félagsstarfi í bænum,“ segir Margrét og bendir sömuleiðis á að mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs verði seint ofmetið. Þá eru húsnæðismál einnig ofarlega í hennar huga en hún segir mikilvægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garðabæ. „Fjölbreyttar lausnir sem mæta ólíkum þörfum kynslóðanna en ekki síst laða að unga framtíðar Garðbæinga eru lykilatriði. Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitarfélag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum,“ segir Margrét „Mig langar til þess að gera Garðabæ að enn betra sveitarfélagi fyrir fjölskyldufólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjarfulltrúa í Garðabæ. Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til þess að grípa,“ segir hún enn fremur.
Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira