Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 19:01 Leikur Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram þann 16. janúar er nýjasta dæmið um frestaðan leik í ensku úrvalsdeildinni. Tom Jenkins/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur. Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira