Yrði nær hjarta Mo Salah en þeir titlar sem hann hefur unnið með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 13:31 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool á leiktíðinni en hann þarf að gera mikið ætli Egyptar að vinna Afríkukeppnina í ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu mæta Fílabeinsströndinni í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Salah ræddi það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvað það myndi skipta hann miklu máli að vinna titil með landsliðinu. Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira