Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 09:31 Sadio Mane gæti þurft að glíma lengi við eftirmála höfuðhöggsins eftir að vera leyft að spila áfram. EPA-EFE/PETER POWELL Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022 Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira