Þetta var ljóst eftir PCR próf landsliðsins í gær. Öll prófin reyndust neikvæð.
Eftir PCR próf landsliðsins í gær kom í ljós að tveir leikmenn losnuðu úr einangrun og geta leiki með liðinu í dag gegn Noregi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Janus Daði Smárason.https://t.co/Z4IRLUa5dJ
— HSÍ (@HSI_Iceland) January 28, 2022
Ólafur hefur ekkert leikið með íslenska liðinu á EM síðan í sigrinum á Ungverjalandi, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Janus lék fyrsta leikinn í milliriðli gegn Danmörku en smitaðist síðan af kórónuveirunni.
Björgvin Páll Gústavsson verður hins vegar ekki með í dag líkt og í leiknum gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Auk hans eru Daníel Þór Ingason, Arnar Freyr Arnarsson, Vignir Stefánsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson enn í einangrun.
Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.