Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 16:39 Afstaða og Fangavarðafélag Íslands hafa sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins í fangelsum landsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. Í áskorun til yfirvalda, sem send er vegna árásar fanga á fangavarðar um síðustu helgi, segir Afstaða að það sé réttmæt og nauðsynleg krafa að breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi. Jafnvel þurfi að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en séu of veikir til að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi. „Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni,“ segir í áskoruninni. Þar segir enn fremur að lög um fullnustu refsinga segi að hún eigi að fara fram með öruggum og skilvirkum hætti. Staðan sé ekki þannig í dag. Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Afstaða hefur sent sambærilega áskorun á yfirvöld þar sem segir að fangelsi séu undirmönnuð, fagfólki hafi fækkað og fangaverðir hafi hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Á sama tíma neiti geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Félagið segir álagið á starfsfólk fangelsanna sé gríðarlegt og veikindi, vanlíðan og starfsleiði séu orðin áberandi. „Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu. Þá segir þar að félagið meti það svo að dómsmálaráðherra ætti að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis, Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Áskorun Afstöðu í heild sinni: Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Í áskorun til yfirvalda, sem send er vegna árásar fanga á fangavarðar um síðustu helgi, segir Afstaða að það sé réttmæt og nauðsynleg krafa að breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi. Jafnvel þurfi að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en séu of veikir til að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi. „Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni,“ segir í áskoruninni. Þar segir enn fremur að lög um fullnustu refsinga segi að hún eigi að fara fram með öruggum og skilvirkum hætti. Staðan sé ekki þannig í dag. Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Afstaða hefur sent sambærilega áskorun á yfirvöld þar sem segir að fangelsi séu undirmönnuð, fagfólki hafi fækkað og fangaverðir hafi hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Á sama tíma neiti geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Félagið segir álagið á starfsfólk fangelsanna sé gríðarlegt og veikindi, vanlíðan og starfsleiði séu orðin áberandi. „Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu. Þá segir þar að félagið meti það svo að dómsmálaráðherra ætti að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis, Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Áskorun Afstöðu í heild sinni: Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki.
Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52
Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25