„Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:00 Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd. vísir/getty Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið. „Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
„Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira