Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 11:26 Lægðin sem gengur yfir Bandaríkin mun berast hingað til Íslands á morgun. Krafturinn verður þó farinn úr henni að mestu en búast má við talsverðri snjókomu á landinu öllu. AP Photo/Julio Cortez Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. Veðurofsi er víða á norðurhveli jarðar og er vart annað í fréttum vestanhafs og í Evrópu en veðrið sem gengur þar yfir. Fárviðri gengur yfir Skandinavíu, bátar slitnuðu frá bryggju í Noregi og þúsundir misstu rafmagn. Yfirvöld í Noregi og Danmörku hafa biðlað til fólks að fara ekki úr húsi. Stormur hefur gengið yfir Skandinavíu síðastliðinn sólarhring. Hér má sjá starfsmann Helsinkiborgar að störfum við að moka snjó við dómkirkjutorgið.AP/Heikki Saukkomaa Slæmur stormur gekk þá yfir Bretlandseyjar í gær og aftur er spáð stormi norðantil á Bretlandseyjum í kvöld. Tveir fórust í veðurofsanum þar í gær. Þá hefur hríðarveður gengið yfir norðaustanverð Bandaríkin síðastliðinn sólarhring og sumsstaðar féll allt að 80 cm snjór. „Þetta veður sem var í Bandaríkjunum í gær, sú lægð kemur á morgun til okkar og verður snjókoma víða um land en hún verður búin að missa mestan dampinn þannig að það verður ekkert mjög hvasst með henni. En það mun snjóa víða um land á morgun og það verður í raun sama lægð og var í Bandaríkjunum í gær,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í myndbandinu hér að neðan má sjá éljaganginn á Selfossi í dag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á vestanverðu landinu í dag og fólk varað við því að vera mikið á ferðinni milli landshluta. Búið er að fella niður flug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í dag vegna veðurs og fylgst verður náið með framvindu þess og hvort fella þurfi niður fleiri innanlandsflug. Þetta sagði Ásdís Ýr Péturdsóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er hvassviðri og éljagangur og það er mjög hvasst sérstaklega í éljunum sjálfum. Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt útivistaveður og svo gætu orðið samgöngutruflanir sérstaklega á fjallvegum og á öðrum vegum, úti á landi sérstaklega.“ Veður Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Veðurofsi er víða á norðurhveli jarðar og er vart annað í fréttum vestanhafs og í Evrópu en veðrið sem gengur þar yfir. Fárviðri gengur yfir Skandinavíu, bátar slitnuðu frá bryggju í Noregi og þúsundir misstu rafmagn. Yfirvöld í Noregi og Danmörku hafa biðlað til fólks að fara ekki úr húsi. Stormur hefur gengið yfir Skandinavíu síðastliðinn sólarhring. Hér má sjá starfsmann Helsinkiborgar að störfum við að moka snjó við dómkirkjutorgið.AP/Heikki Saukkomaa Slæmur stormur gekk þá yfir Bretlandseyjar í gær og aftur er spáð stormi norðantil á Bretlandseyjum í kvöld. Tveir fórust í veðurofsanum þar í gær. Þá hefur hríðarveður gengið yfir norðaustanverð Bandaríkin síðastliðinn sólarhring og sumsstaðar féll allt að 80 cm snjór. „Þetta veður sem var í Bandaríkjunum í gær, sú lægð kemur á morgun til okkar og verður snjókoma víða um land en hún verður búin að missa mestan dampinn þannig að það verður ekkert mjög hvasst með henni. En það mun snjóa víða um land á morgun og það verður í raun sama lægð og var í Bandaríkjunum í gær,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í myndbandinu hér að neðan má sjá éljaganginn á Selfossi í dag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á vestanverðu landinu í dag og fólk varað við því að vera mikið á ferðinni milli landshluta. Búið er að fella niður flug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í dag vegna veðurs og fylgst verður náið með framvindu þess og hvort fella þurfi niður fleiri innanlandsflug. Þetta sagði Ásdís Ýr Péturdsóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er hvassviðri og éljagangur og það er mjög hvasst sérstaklega í éljunum sjálfum. Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt útivistaveður og svo gætu orðið samgöngutruflanir sérstaklega á fjallvegum og á öðrum vegum, úti á landi sérstaklega.“
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira