Þetta var fimmta mark Ekberg í úrslitaleiknum og var hann markahæstur hjá Evrópumeisturunum ásamt línumanninum Oscar Bergendahl.
Bergendahl var inn á vellinum í 36 mínútur og 8 sekúndur en Ekberg spilaði aftur á móti bara í eina mínútur og tuttugu sekúndur.
Sigurmarkið skoraði Ekberg úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.
Hann kom í raun bara inn á völlinn til að taka vítin og skoraði úr fjórum af fimm vítum sínum. Þegar hann klikkaði á víti þá tók hann sjálfur frákastið og skoraði.
Ekberg, sem datt út á miðju móti vegna kórónuveirusmits, fékk að koma aftur inn í sænska liðið fyrir úrslitaleikinn.
Hann náði því að skora þessi fimm mörk sínum á þeim áttatíu sekúndum sem hann spilaði í úrslitaleiknum sem gerir mark á sextán sekúndna fresti.
Niclas Ekberg er 33 ára og hann var búinn að spila með sænska landsliðinu í fjórtán ár eða frá 2008 en þetta var fyrsti titill hans með landsliðinu.