Viktor Gísli bestur á EM en ekki í sínu liði? „Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 15:00 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað Evrópumót og var valinn besti markvörðurinn, aðeins 21 árs gamall. Getty/Sanjin Strukic „Það er svolítið skrýtið að vera kominn aftur í raunveruleikann; að hengja upp þvott og búa til mat,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragð, mættur heim til Danmerkur eftir að hafa verið valinn besti markvörður EM í handbolta. „Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira