Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 16:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill aflétta fyrr ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna skæðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02