Díana vill 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 16:20 Díana Lind Sigurjónsdóttir Díana Lind Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira