New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:05 Orðaleikurinn Wordle hefur slegið í gegn undanfarin misseri. Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir. Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir.
Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira