Ari birti færslu á facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá þessu. Sýningarnar koma til með að fara fram um mánaðarmótin mars apríl og verður því um páskaskop að ræða. Gert var ráð fyrir því í síðasta minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra að búið verði að afnema allar aðgerðir innanlands þann 14. mars næstkomandi. Ætti Ari því að geta haldið sýningu sína eftir miðjan mars.
Þá segir Ari að allir seldir miðar gildi sjálfkrafa áfram en fólk sem vilji geti fengið endurgreitt.