„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Sif Atladóttir var létt í bragði í viðtalinu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð, meðal annars sæti í EM-hópnum sem fer til Englands í júlí. Stöð 2 Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30