Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 11:11 Eftirlíkingu HMS Endeavour siglt við strendur Ástralíu. AP/Mark Baker Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu. Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu.
Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira