Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 10:56 Hödd segir það aumt yfirklór hjá Ragnari Gunnarssyni barnsföður hennar að vilja afgreiða deilu þeirra sem svo að um forræðisdeilu sé að ræða. Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. „Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“ MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
„Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira