Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 16:59 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, opnaði sýninguna í dag. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun. Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira