Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 10:46 Wayne Rooney ræddi um þau vandamál sem hann hefur átt í utan vallar. Mick Walker - CameraSport via Getty Images Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum. Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira