Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 14:36 1.294 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. „Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira