Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:42 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu í bréfaskriftum í desember og janúar, sem Katrín svaraði fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“ Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“
Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira