Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 22:01 Kjarnasamrunaver JET sem notað var til að slá gamalt met stofnunarinnar frá 1997. JET Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið. Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið.
Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira